news

Leikskólabörn í Sveinatungu

10 Sep 2021

Þann 31.ágúst fóru þau Arney Helga Arnarsdótir og Birgir Snær Elvarsson (4 ára) með Daníel Breka Atlasyni, Ellýju Viktorsdóttur og Tómasi Birni Stefánssyni (5 ára) á fund í Sveinatungu til að ræða teikningar fyrir nýjan leikskóla í Urriðaholti. Þar hittu þau arkitektinn, Huldu Jónsdóttur, ásamt fulltrúum Garðabæjar og rýnihóp úr leikskólum bæjarins. Börnin sögðu frá sinni sýn á gott leikskólastarf og hvað þyrfti að vera til staðar til að börnum líði vel, þau geti lært og leikið sér. Börnin lögðu áherslu á hreyfingu inn og úti, tónlist, lestur, að hafa það kósý, sköpun, litagleði og fjölbreyttan efnivið. Börnin stóðu sig eð eindæmum vel og voru bæði sér og skólanum til sóma.