news

Jólagleði og jólakveðja

18 Des 2020

Það er hefði fyrir því að skreyta saman jólatré í Urriðaholtsskóla og síða kennsludag grunnskólabarna er jólaskemmtun hjá öllum.

Í dag voru margir að dans í fyrst sinn í kringum jólatré í skólanum sínum. Gleðin alls ráðandi og kærleikurinn sveif yfir samfélagið. Hvert sóttvarnar hólf fyrir sig var með stund við jólatré. Í skólanum starfar hæfileikaríkt fólk sem spilaði undir sönginn og í hádeginu snæddum við svo hátíðarmat.

Nú fara grunnskólabörn í jólaleyfi og kennsla á grunnskólastigi hefst að nýju 4. janúar.

Mörg leikskólabörn verða einnig í fjölskylduorlofi yfir hátíðarnar en leikskólastig og frístund er opið 21.-23. og 28.-30. desember.

Við óskum ykkur öllum gleði og farsældar á nýju ári með kærri þökk fyrir samtarf og samvinnu.