Jólagjafir og samvinna

05 Des 2018

Það ríkir dulúð á heimasvæðum Urriðaholtsskóla þessa dagana enda mikil framleiðsla á jólagjöfum búin að eiga sér stað. Það getur reynt á að halda því leyndu hvað fer í pakkann og svo þarf að útbúa pappír eða annan góðan efnivið til að pakka herlegheitunum inn. Hér eru börnin á Kletti í óða önn að búa til jólapappír og samvinnan einkennir vinnuna.