Iceland Airwaves í Urriðaholtsskóla

09 Nóv 2018

Á föstudag fengum við góðan gest frá Spáni en þá mætti Jorge, vinur Mariu, með ukuleleið sitt. Þau vinirnir héldu svo dásamlega tónleika fyrir börnin í skólanum. Í raun má segja að hér hafi verið haldnir tvennir Iceland Airwaves off venue tónleikar. Þau sungu um dýrin, náttúruna og hvernig við getum haft áhrif á umhverfið.

Áhuginn skein úr hverju andliti og nutu börnin þess að fá svona góða gesti í hús.