Hrekkjavaka í Urriðaholtsskóla

25 Okt 2018

Grunnskólanemendur nutu sín í list- og verkgreinum í Hrekkjavökuviku. Kennarar höfðu skipulagt samþætt verkefni sem fólu m.a. í sér heimilisfræði, textílmennt, myndmennt ásamt hinum hefðbundnari greinum. Börnin bjuggu til sína eigin búninga, þæfðu köngulær, bjuggu til köngulóavefi, föndruðu beinagrindur, skreyttu hrekkjavökupiparkökur, bjuggu til kókoskúlur, skáru út grasker, föndruðu og unnu verkefni í draugabók og skáru og skreyttu óhugnalega ávexti.

Heljarinnar uppskeruhátíð var haldin í lok vikunnar, sjálft hrekkjavökupartýið. Góðum gestum var boðið í gleðina, elstu börnin á leikskólastigi mættu þá galvösk yfir á Klöpp. Grunnskólabörnin voru klædd í búningana sína en þau yngri létu það ekkert á sig fá og nutu boðsins.