news

Hrekkjavaka í Urriðaholtsskóla

11 Nóv 2019

Í tilefni hrekkjavöku var haldin hrekkjavökuvika í grunnskólanum. Börnin föndruðu grasker, köngulær, múmíur, máluðu luktir, drauga og grímur ásamt því að hanna og skreyta sína eigin búninga. Þá útbjuggu börnin allskyns "hryllilegar" veitingar sem bornar voru fram í hrekkjavökupartýi þangað sem þau buðu elstu börnunum á leikskólanum. Börnin borðuðu saman veitingarnar og dönsuðu saman inn í helgina.