news

Heimsókn í nýja húsið

03 Jún 2019

Núverandi og verðandi grunnskólabörn voru full tilhlökkunnar þegar þau fengu að fara í heimsókn í verðandi grunnskólahluta skólans. Þau skoðuðu ganga og heimasvæði og reyndu að ímynda sér hvernig yrði að eiga samastað á nýjum stað næsta vetur. Margar góðar spurningar voru bornar upp eins og til dæmis hvernig þau ættu að læra að rata í þessu stóra húsi. Skólastjóri lofaði að það yrði gefin góður tími til æfinga í því að þekkja sig á nýjum stað. Börnin sammæltust um að það væri skemmtilegt að hafa fengið tækifæri til að sjá húsið núna og ímynda sér hvernig það verður þegar það verður fullklárað.