Heimilsfræðismiðja

05 Des 2018

Skólinn okkar hefur eignast tvo góða bakaraofna og erum við í raun með færanlegt kennslueldhús. Grunnskólabörnin njóta þess á aðventunni að vinna í heimilisfræðismiðju og margt er brallað. Þau hafa búið til góða heilsurétti og létta hádegisverði ásamt því að baka og án efa á það eftir að skila sér heim í eldhús. Við hvetjum foreldra til að leyfa þeim að taka til hendinni og bjóða upp á góða rétti.