Grófhreyfingar og þrautabraut

11 Des 2018

Samhæfing og að þjálfa grófhreyfingar er mikilvæg færni og við æfum okkur reglulega hvað þetta varðar. Í salnum er sett upp þrautabraut þar sem ákveðinni röð er fylgt. Þarna er margt í raun þjálfað í einu:

  • - að fylgja fyrirmælum
  • - að læra hugtök, undir / yfir / fyrir framan / fyrir aftan / við hliðina
  • - skynjun, að ganga á plöttum með ýmis konar mynstri og áferð
  • - samskitpi - að taka tillit til annarra

Þetta eru einstaklega skemmtilegir tímar og það er sama á hvaða aldri börnin eru þau njóta verunnar í salnum.