news

Góð uppskera

05 Sep 2019

Í vor settu leikskólabörn niður ýmis konar grænmeti og kartöflur og nú er komið að því að taka upp. Með sanni má segja að sumarið hafi verið gjöfult því uppskeran er góð. Það er ánægjulegt að sjá gleðina hjá börnunum þegar þau sjá ávöxtinn og nú þarf að fara í heimilisfræði og útbúa góðagæti úr þessum kræsingum.