news

Fyrsti söngfundur vetrarins í nýju tröppunum okkar

30 Ágú 2019

Það var hátíðleg stund í morgun þegar öll börn Urriðaholtsskóla frá eins árs til tíu ára og starfsfólk kom saman á söngfundi í stóra stiganum okkar. Gugga tónmenntakennarinn okkar og deildarstjóri á Krika leiddi okkur að vanda af sinni alkunnu snilld.