Fyrsta skólasetning grunnskólabarna

24 Ágú 2018

Mörg fyrstu skref eru stigin í Urriðaholti þessa dagana og 22. ágúst var fyrsta skólasetning grunnskólabarna. Sólin skein og veðrið lék við okkur þegar börn og foreldrar mættu í nýja skólann sinn. Að vonum var spennan mikil bæði hjá nemendur og starfsfólki enda ekki á hverjum degi að nýtt grunnskólastarf tekur til starfa.

Þennan vetur mun skólinn starfa á tveimur skólastigum, þ.e. leikskólastigi og yngsta stigi. Á yngsta stigi eru nemendur í 1. – 4. bekk og í dag er 21 barn skráð í skólann. Við vitum að fleiri munu bætast í hópinn og það strax á þessu skólaári enda margir að flytja í hverfið okkar.