news

Faghópur um skapandi leikskólastarf í heimsókn í Urriðaholtsskóla

19 Feb 2020

Leikskólastig skólans fékk flotta gesti í hús frá Faghópi um skapandi leikskólastarf sem skoðaði rými og skapandi starf með leikskólabörnum í skólanum. Kynnt voru þróunarverkefni og þær áherslur sem eru í skólanum. Síðan gengu gestir um og skoðuðu verkefni og leikefni barna. Við þökkum góðum gestum kærlega fyrir komuna.