news

Euro-Kelda!

16 Maí 2019

Inni á Keldu eru börnin mikið búin að vera að hlusta á lögin sem munu keppa í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Í dag fengu þau sem vildu íslenska fánann málaðan á kinnarnar og svo spáðu þau fyrir um hvaða lög myndu komast áfram í kvöld. Fyrsta landið sem dregið var upp var að sjálfsögðu Ísland!