news

Enn af sóttvörnum

10 Ágú 2021

Vegna aðstæðna í samfélaginu beinum við þeim tilmælum til foreldra/aðstandenda eða annarra sem erindi eiga í skólann að þeir beri grímu á meðan dvalið er í húsnæðinu og gæti að persónulegum sóttvörnum. Þetta er gert til að vernda bæði börnin hér í húsi og okkar góða starfsfólk svo starfsemi skólans haldist gangandi.

Foreldrar með börn í aðlögun eru að auki beðnir um að aðeins eitt foreldri/aðstandandi fylgi barni sínu í aðlögunarferlinu.

Þá er mikilvægt að allir séu á varðbergi gagnvart minnstu COVID-19 einkennum og fari strax í sýnatöku ef þeirra verður vart. Samvinna okkar allra, heimila og skóla, varðandi persónulegar sóttvarnir er afar mikilvæg í þessum aðstæðum og þá einnig mikilvægt að börn fari í sýnatöku ef einkenni gera vart við sig.