news

Ekkert grunnskólastarf og frístund lokuð

24 Mar 2021

Kæru foreldrar/forráðamenn


Nú hafa verið gefin út fyrirmæli um að grunn-, framhals- og háskólum verði lokað þar til páskaleyfi hefst. Ákvarðanir byggja á tillögu sóttvarnarlæknis og taka gildi á miðnætti. Þetta þýðir að ekkert skólastarf né frístund er á grunnskólastigi fram yfir páska. Eins og staðan er í dag gerum við ráð fyrir að skólastarf hefjist að nýju þriðjudaginn 6. apríl.

Við munum hafa skólann opinn til kl. 19:00 kvöld 24.mars svo þið getið nálgast föt og annað.
Við hvetjum ykkur einnig til að fara á bókasafnið og sækja gott lesefni fyrir páskana, Bókasafn Garðabæjar er opið til kl. 19:00.

Þegar frekari upplýsingar berast munum við senda ykkur tölvupóst, biðjum ykkur um að fylgjast með póstinum og fréttum frá okkur.

Hafið það sem allra, allra best yfir páskana.