news

Einar Áskell í heimsókn

15 Maí 2019

Einar Áskell kom í heimsókn til leikskólabarna skólans í morgun og honum til aðstoðar var hann Bernd Ogrodnik. Börnin skemmtu sér afar vel og voru mjög góðir áhorfendur. Mjási hans Einars Áskells kvaddi svo alla að sýningu lokinni og fannst börnunum mikið til koma að fá að klappa þessum káta kisa. Við þökkum Bernd og félögum kærlega fyrir og foreldrafélagi skólans fyrir þessa frábæru skemmtun.