news

Börnin plokka

13 Nóv 2019

Í Frístund taka börnin til hendinni hér í nágrenninu og plokka. Það er mikið rusl sem fýkur um holt og hæðir og á dögunum fylltu þau bílpall af rusli sem kom frá byggingarsvæðum. Fréttir af vöskum börnum bárust til bæjarstjóra sem sendi bréf í hús og hvatti þau til dáða og hrósaði fyrir að sinna samfélagslegri ábyrgð.

Við hvetjum byggingarverktaka að vera vel á verði og beisla ruslið sitt svo það fjúki ekki um allt. Þannig hjálpumst við að við að halda umhverfinu hreinu.