news

Áríðandi

10 Des 2019

Kæru foreldrar/ forráðamenn,


Urriðaholtsskóla verður lokað kl. 13 í samræmi við tilkynningu frá slökkviliðinu á höfuðborðarsvæðinu um röskun á skólastarfi á báðum skólastigum. Við óskum eftir því að allir nemendur í skólann kl. 13 eða fyrr.

Frístund verður lokað eftir kl. 14:20 en tryggt verður að umsjón verði með börnum sem ekki hafa verið sótt fyrir þann tíma. Við biðjum alla að virða þessi tímamörk þar sem starfsfólk skólans þarf einnig að komast til síns heima þar sem enginn á að vera á ferli eftir kl. 15.00 í dag.

Kærleikskveðjur til ykkar – Starfsfólk Urriðaholtsskóla

_________________________________________________
Vinsamlega lesið vel meðfylgjandi tilkynningu.
Neyðarstjórn Garðabæjar hefur komið saman að morgni þriðjudags 10. desember og eftirfarandi verið ákveðið vegna veðurspár dagsins:
• Akstur frístundabíls fellur niður í dag, enda gert ráð fyrir að frístundir falli niður bæði hjá Garðabæ og hjá frjálsum félögum.
• Bókasafn, Hönnunarsafn, Sundlaugar og íþróttahús, félagsstarf aldraða loki kl. 13 til að starfsmenn geti farið heim.
• Þjónustuver Garðabæjar á bæjarskrifstofunni verður mannað en lágmarksmönnun verður á bæjarskrifstofunni.

Lokanir skóla og stofnana eru tilkomnar vegna öryggisráðstafana en enginn ætti að vera á ferli í veðri eins og spáð er. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðri í fjölmiðlum og fylgja tilmælum yfirvalda.

Appelsínugul viðvörun þýðir að það séu miðlungs eða miklar líkur á veðri sem geti valdið miklum samfélagslegum áhrifum, tjóni eða slysum og hugsanlega ógnað lífi og limum ef aðgát er ekki höfð."