news

Afmæli skólans

24 Apr 2019

Á síðasta vetrardegi var haldið upp á eins árs afmæli Urriðaholtsskóla en þá var ár síðan fyrstu leikskólabörn skólans luku aðlögun. Í upphafi voru börnin 24 en eru nú orðin 97 talsins og ljóst að okkur mun fjölga mikið með haustinu bæði fullorðnum og börnum. Ýmsar uppákomur voru þennan dag, svo sem söngur, hljómsveit, myndbanda og myndasýningar, ávextir og spjall. Á myndinni má sjá börn í sögustund með Margréti deildarstjóra í ævintýrahellinum á Kletti sem vakti mikla lukku. Takk fyrir góða samveru og til hamingju með skólann okkar.