Námskeiðsdagurinn mikli 17. september

22 Okt 2018

Þann 17. september síðast liðinn var starfsdagur hjá okkur í Urriðaholtsskóla. Við byrjuðum daginn á því að taka á móti starfsfólki frá Setbergsskóla og börnum í frístund.

Það kom til okkar lestrarsérfræðingur frá Bandaríkjunum Dr. Cyndi Caniglia, en hún sýndi og leiðbeindi grunnskólakennurunum okkar um hvernig lestraraðferðin Direct Instructions (DI) virkar. Á grunnskólastigi eru kennarar á fullu að tileinka sér aðferðina og gengur það vel.

Starfsmenn leikskóla fengu heimsókn frá Barnaheillum sem kynnti Vináttuverkefnið Blæ. Þar lærðum við margt áhugavert og höfum tekið það upp hér í skólanum. Lögregluþjónn kom í heimsókn í skólann þann 24. september og afhenti hverju og einu barni bangsann Blæ og vakti það mikla lukku á meðal barnanna.