news

Rithöfundar í heimsókn

04 Des 2023

Það er hefð í Urriðaholtsskóla að fá rithöfunda í heimsókn fyrir jólin til að lesa upp fyrir nemendurna. Þetta er gert til að gleðja nemendur og kveikja áhuga þeirra á bókmenntum og síðast en síst að hvetja til lesturs.

Fyrstur til að koma og lesa upp úr jólabókunum sínum var Bjarni Fritzson. Hann las fyrir 3. og 4. bekk. Bjarni náði svo sannarlega til nemenda með stórskemmtilegum upplestri og spennandi söguþræði.

Jólabækurnar fyrir börn og unglinga eftir íslenska höfunda eru þegar komnar til okkar á bókasafnið og hvetjum við fjölskyldur til þess að koma í heimsókn og skoða/ lesa allar nýju bækurnar sem eru í boði á bóksafninu hjá okkur.