news

Jólakveðja og upplýsingar um opnuna yfir hátíðarnar

21 Des 2023

Kæru fjölskyldur

Starfsfólk Urriðaholtsskóla óskar fjölskyldum og öðrum samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Með fréttinni fylgir mynda af jólaskemmtun skólans, fimm jólaböll voru haldin þar sem yngri og eldri dönsuðu saman í kringum jólatré og mættu Kjötkrókur og Skyrgámur á svæðið og glöddu okkur. Ingvar Alfreðsson sá um tónlistarflutning. Öll börn fengu tannbursta og tannkrem að gjöf frá sveinunum en foreldrafélag Urriðaholtsskóla studdi við kappana sem og bauð upp á gleðina og tónlistarflutning og á það bestu þakkir skyldar.

Jólafrí grunnskólastigs er frá 21. desember til og með 2. janúar. Leikskólastigið og frístund eru opin fyrir þá sem nú þegar hafa skráð sig á þeim tíma. Lífið fer svo í röð og reglu í framhaldi og eðlilegt skólastarf fer í farveg á öllum skólastigum miðvikudaginn 3. janúar.

Skrifstofa skólans er lokuð til 3. janúar 2024.
Hlökkum til samstarfsins með ykkur á nýju ári.

Hátíðarkveðjur frá okkur öllum í Urriðaholtsskóla