Verið velkomin í skólann okkar, Urriðaholtsskóla. Skólinn mun starfa á tveimur skólastigum, leik- og grunnskóla og vera fyrir börn á aldrinum 1 til 15 ára. Skólinn tók á móti sínum fyrstu nemendum í byrjun apríl 2018 en þá voru opnuð tvö heimasvæði fyrir leikskólastig, Klif og Kelda. upphafi verða opnaðar tvær deildir en haustið 2018 verða á heimasvæði leikskólans nemendur frá fyrsta aldursári og upp í 4. bekk grunnskóla.

Skólinn okkar er í þróun og samhliða henni er unnin skólanámskrá en starfsfólk skólans kemur að þeirri vinnu. Foreldraráð verður stofnað þegar nýtt skólaár hefst í ágúst en því er m.a. ætlað að veita skólanum stuðning og aðhald.

Næstu misseri fara í að móta hefðir. Formleg foreldraviðtöl fara fram tvisvar á skólaárinu. Við erum þó ávallt til staðar ef óskað er eftir viðtali og einnig köllum við foreldra til samráðs ef þurfa þykir.

Okkur er mikið í mun starfið fari vel af stað. Við leggjum áherslu á að vel sé tekið á móti barni og foreldrum þegar það mætir í skólann og að það finni að það sé velkomið. Þá er ekki síður að kveðja hlýlega í lok dags og þakka fyrir daginn.

Barnið og þarfir þess eiga ávallt að vera í brennidepli og því á að mæta þar sem það er statt.