Urriðaholtsskóli starfar á tveimur skólastigum, leik- og grunnskóla og fullvaxinn verður hann fyrir börn á aldrinum 1 til 15 ára. Skólinn tók á móti sínum fyrstu nemendum í byrjun apríl 2018 en þá voru opnuð tvö heimasvæði fyrir leikskólastig, Klif og Kelda. Haustið 2018 tók svo grunnskólastig til starfa og í skólanum í dag eru nemendur frá 1 árs og upp í 4. bekk grunnskóla en það er sá árgangur (börn fædd 2009) sem mun vaxa upp.

Ráðgert er að ljúka byggingu fyrsta áfanga 1. júlí 2018, í honum verða sex heimasvæði leikskólabarna fyrir um 120 heildaspláss og fjögur heimasvæði grunnskólabarna sem rúmar vel 240 nemendur. Þá verður útibú frá Bókasafni Garðabæjar á neðri hæð hússins sem og útibú frá Tónlistarskóla Garðabæjar.

Teymisvinna og samkennsla árganga er ríkjandi í skólanum þar sem hverju barni er mætt þar sem það er statt. Vörður skólans eru Þekking – Leikni – Viðhorf. Mikið er lagt upp úr því að vinna með skapandi og opin efnivið þar sem leikurinn fær mikið pláss á báðum skólastigum. Færni og fimi í leik og starfi er höfð að leiðarljósi til að byggja sterkan grunn og áhersla á að vinna með fjölbreyttar en um leið gagnreyndar kennsluaðferðir.

Barnið og þarfir þess eru ávallt í brennidepli um leið og starfsfólk skapar sér gott skólasamfélag fyrir börn, foreldra samstarfólk og nærumhverfið.


Hagnýtar upplýsingar

Urriðaholtsskóli, Vinastræti 1-3 í Garðabæ

Símanúmer skólans: 591-9500

Skólastjóri: Þorgerður Anna Arnardóttir

Aðstoðarskólastjóri: Una Guðrún Einarsdóttir

Sérkennslustjóri: Guðbjörg Vilhjálmsdóttir

Umsjónarmaður Frístunda: Finnur Jónsson og beinn sími eftir kl. 14:00, 591-9526


Samskiptasáttmáli foreldra og starfsfólks