staff
Agnes Ólöf Pétursdóttir
Leikskólaleiðbeiðandi
Klettur
staff
Andrea Líf Erlendsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
staff
Arnar Ingólfsson
Frístundaleiðbeinandi
Arnar stundaði nám í Noregi, þar lærði hann leikjahönnun og hefur hann brennandi áhuga á öllu sem tengist tölvuleikjagerð. Hann hefur einnig lært japönsku og um japanska menningu og talar því japönsku. Arnar starfar í frístundastarfi grunnskólabarna eftir hádegi.
staff
Ásdís Eva Magnúsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
staff
Beata Wasala
Matráður
Beata er matráðurinn okkar á vegum Skólamats. Hún ætlar að næra okkur á mat og gleði á hverjum degi. Beata talar bæði íslensku og pólsku og hefur mikla og góða reynslu af störfum í skólaeldhúsum.
staff
Bettý Gunnarsdóttir
þroskaþjálfi
Bettý er þroskaþjálfi að mennt og annast stuðning og þjálfun barna á leikskólastigi. Hún er upphafsmaður snillingafimi og brennur fyrir því að börn fái frelsi og stuðning til að vaxa, þroskast og gera betur í dag en í gær. Bettý er margt til lista lagt, hún er markþjálfi og kennir jóga og umvefur alla með hlýju og góðu nærverunni sinni.
staff
Dagný Valdimarsdóttir
Leikskólaleiðbeinandi
Kelda
Dagný er með BS gráðu í jarðfræði og er leiðbeinandi á Keldu. Hún er með reynslu af störfum á leikskóla og hefur einstakt lag á að mæta börnum og fullorðnum með hlýju og jákvæðni á hverjum degi. Hún er leiðbeinandi á Keldu.
staff
Diljá Barkardóttir
Umsjónarkennari
Kriki
Diljá er nýútskrifaður grunnskólakennari M.Ed. en í námi sínu sérhæfði hún sig meðal annars í stærðfræði og kynfræðslu. Hún er umsjónarkennari í 3. og 4. bekk og er afar spennt að takast á við kennsluna.
staff
Eliza Dantes Kristjansson
Leikskólaleiðbeiðandi
Kjarr
Eliza er frá Filipseyjum og hefur búið á Íslandi um árabil. Hún hefur starfað sem skólaliði og sem leiðbeinandi á frístundaheimili. Elizu hefur alltaf dreymt um að verða kennari og er að láta þann draum rætast og er í námi samhliða starfi. Eliza verður leiðbeinandi á Kjarri í vetur.
staff
Elísa Guðjónsdóttir
Leikskólaleiðbeiðandi
Klif
Elísa er með BA próf í félagsráðgjöf og er með reynslu af starfi með börnum í gegnum fyrri störf sem stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Elísa starfaði einnig sem Aupair í Hollandi. Elísa er leiðbeinandi á Klifi.
staff
Ellen Marta Baran
Ritari
Ellen Marta verður hægri hönd okkar í skólanum í vetur þar sem hún mun sinna alls kyns verkefnum, allt frá því að svara í símann og aðstoða við þau fjölþættu verkefni sem koma upp á hverjum degi. Ellen Marta hefur alls konar reynslu og er mikil tungumálamanneskja, hún talar m.a. íslensku, pólsku, ensku, dönsku og táknmál.
staff
Erla Jónsdóttir
Deildarstjóri
Erla er deildarstjóri á Klifi og er grunnskólakennari að mennt. Hún hefur starfað sem slíkur um árabil en hefur einnig reynslu af því að vinna á leikskóla ásamt því að vinna með börnum með fjölþættan vanda. Erla er skipulögð og einstaklega lagin við að kenna börnum sjálfstjórn og samskipti.
staff
Finnur Jónsson
Umsjónar tómstundastarfs
Klif
Finnur er Tómstunda og félagsmálafræðingur og flestum hnútum kunnugur í þeim efnum. Hann mun starfa sem leiðbeinandi á Klifi á morgnanna og stýra frístundastarfi grunnskólabarna eftir hádegi.
staff
Freyja Sól Pálsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
staff
Fríða Sigurðardóttir
Umsjónarkennari / íþróttakennari
Klöpp
Fríða er grunnskólakennari sem og íþróttakennari og er bæði umsjónarkennari í 1. og 2. bekk ásamt því að kenna íþróttir og sund. Fríða hefur kennt bæði á Íslandi og í Danmörku og hefur fjölþætta reynslu af kennslu barna og með brennandi áhuga á lýðheilsu.
staff
Guðbjörg Ragnarsdóttir
Deildarstjóri
Kjarr
Guðbjörg eða Gugga eins og hún er ávallt kölluð er tónmenntakennari að mennt. Hún hefur áratuga reynslu af því að vinna með börnum. Er skapandi í starfi, ásamt því að vera deildarstjóri á Kjarri vinnur hún með tónlistarsköpun barna í Urriðaholtsskóla.
staff
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir
Sérkennslustjóri
Guðbjörg er grunnskólakennari með M.S. próf í sálfræði. Hún er með fjölþætta reynslu af kennslu barna. Guðbjörg er sérkennslustjóri á leik- og grunnskólastigi og annast einnig handleiðslu grunnskólakennara í kennsluaðferðunum Direct Instruction og fimiþjálfun.
staff
Guðmunda Valdimarsdóttir
Grunnskólakennari
Klöpp
Guðmunda er grunnskólakennari og hefur starfað sem slíkur um árabil. Hún er mikil áhugamanneskja um kennslu ungra barna, sér í lagi lestrarkennslu ásamt list- og verkgreinum. Guðmunda kennir lestur á yngsta stigi ásamt smiðjum list- og verkgreina á leik- og yngsta stigi.
staff
Guðrún Birna Gylfadóttir
Grunnskolakennari
Kriki
Guðrún Birna er grunnskólakennari með langa reynslu af kennslu á yngsta stigi, hún mun kenna lestur á yngsta stigi og smiðjur á leik- og yngsta stigi.
staff
Harpa Stefánsdóttir
Leikskólaleiðbeiðandi
Harpa er stúdent frá Verslunarskóla Ísland en stundar í dag nám við Háskóla Íslands í íslensku. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún mikla reynslu af því að starfa með börnum, verið sundþjálfari, stuðningsfulltrúi, leiðskólaleiðbeinandi og frístundaleiðbeinandi svo fátt eitt sé nefnt. Í Urriðaholtsskóla sinnir hún skilavakt og gengur í hin ýmsu verkefni. Til gamans má geta þess að hún spilar eins og engill á hörpu.
staff
Hrafney Svava Þorsteinsdóttir
Leiðbeinandi
Hrafney Svava er með B.S. próf í sálfræði og stefnir á nám í Náms- og starfsráðgjöf. Hún hefur að mestu verið á Keldu og er á leið í fæðingarorlof. Búið er að ráða afleysingu þar til hún snýr aftur til okkar.
staff
Hrefna Gunnarsdóttir
Leikskólakennari
Klif
Hrefna er leikskólakennari að mennt og hefur langa og farsæla reynslu af því að vinna með börnum. Hún hefur m.a. verið leikskólakennari, deildarstjóri og skólastjóri á leikskólum, bæði starfað hérlendis sem og erlendis. Hún er mikil útivistarkona og meðal annars verið landvörður á sumrin ásamt því að vera mikil hannyrðakona.
staff
Inga Hrönn Þorvaldsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
staff
Jóhanna Hafsteinsdóttir
Leikskólaleiðbeinandi
Jóhanna er stúdent með leikskólareynslu og kennir börnum ballet, reynsla sem nýtist henni afar vel í leik og starfi í skólanum. Hún er leiðbeinandi á Klifi og tekur fagnandi á móti börnum með hlýju viðmóti.
staff
Kristín Sigurðardóttir Hagalín
Leikskólakennari
Klif
staff
Lila Maria Akinyi Nandi
Leikskólaleiðbeiðandi
staff
Lisseth Carolina Acevedo Mendez
leikskólaleiðbeinandi
Kjarr
Lisseth er mikil áhugamanneskja um skák en hana hefur hún stundað og kennt um árabil víða um heim. Hún starfar sem leiðbeinandi á Kjarri, talar ensku og spænsku og gengur vel að æfa íslenskuna sína.
staff
Magdalena Lukasiak
Leiðbeinandi
Kelda
Magdalena er jógakennari með masterspróf í fjölmiðlafræði og ljósmyndun og starfaði sem blaðamaður í heimalandi sínu Póllandi í 7 ár. Eftir að hafa ferðast um Ísland á hjóli þar sem hún gisti í tjaldi í tvo mánuði við vinnu á umfjöllun um Ísland ákvað hún að söðla algjörlega um og að hér vildi hún eiga heima. Magdalena er að læra íslensku og er leiðbeinandi á Klifi ásamt því að kenna jóga.
staff
Margrét Magnúsdóttir
Deildarstjóri
Klettur
Margrét eða Magga eins og hún er yfirleitt kölluð er leikskólakennari með diplóma í stjórnun og mikill reynslubolti á því sviði bæði í starfi með börnum og við leikskólastjórn. Hún er mikil áhugamanneskja um skapandi leikskólastarf og opin efnivið og er deildarstjóri á Kletti.
staff
Maria Martinez Valdeolivas
Leiðbeinandi
Klettur
Maria er með meistaragráðu í líffræði og kom til Íslands sem vísindamaður frá Spáni. Hún er í íslenskunámi og spilar á ukulele. Maria starfar á Kletti.
staff
Martyna Paczuska
Leikskólaleiðbeiðandi
Kelda
Martyna er líffræðingur að mennt og er að ljúka doktorsnámi í þeirri grein frá Póllandi. Henni er mjög umhugað um umhverfið og umhverfismennt. Hún býr til eigin sápur og lífrænum efnum og jurtum sem eru einstakar í alla staði. Martyna er leikskólaleiðbeinandi á leikskólastigi.
staff
Pedro Bote
Leiðbeinandi
Kelda
Pedro er með meistaragráðu í Austur-Asíu fræðum og diplómu í bókasafnsfræði. Hann er frá Spáni en hefur búið á Íslandi í 15 ár. Pedro er með víðtæka reynslu, meðal annars af því að starfa með ungmennum með fötlun. Pedro er leiðbeinandi á Keldu.
staff
Rakel Sara Höskuldsdóttir
Leikskólaleiðbeiðandi
staff
Shanna-Lei Dacanay
Leikskólaleiðbeiðandi
Klif
staff
Sigurbjörg J Jóhannesdóttir
Leikskólaleiðbeinandi
Klif
Sigurbjörg eða Sibba eins og hún er ávallt kölluð er leikskólaleiðbeinandi í Urriðaholtsskóla. Sibba hefur góða reynslu af því að vinna með börnum á öllum aldri, bæði í leik- og grunnskóla. Hún er ákaflega skapandi og mikil handavinnukona.
staff
Una Guðrún Einarsdóttir
aðstoðarskólastjóri
Una Guðrún er grunnskólakennari með M.Ed. í náms- og kennslufræði. Hún er með fjölbreytta kennslureynslu í grunnskóla og er að fara í nám í stjórnun mennastofnanna með áherslu á leikskólastarf.
staff
Valdís Arnaldardóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
staff
Þorgerður Anna Arnardóttir
skólastjóri
Þorgerður Anna er leik- og grunnskólakennari og er með diplóma í Stjórnun menntastofnana og er í meistaranámi í sama fagi. Hún er með áratuga reynslu í kennslu og stjórnun leik- og grunnskóla.
staff
Þórelfur Bragadóttir
Leikskólaleiðbeinandi
Kjarr
Þórelfur er nýstúdent frá því í vor en með skóla hefur hún ávalt starfað á leikskóla og því komin með reynslu langt umfram aldur. Það er greinilegt í vinnu hennar með börnum sem hún mætir með hlýju og öryggi á hverjum degi. Hún er leiðbeinandi á Kjarri.
staff
Þórey Huld Jónsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Kelda
Þórey Huld er með B.S. próf í sálfræði og stundar meistaranám í foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf. Hún leggur áherslu á nám yngstu barnanna í náminu. Hún er deildarstjóri á Keldu.