Opnunartími

Opnunartími er mánudaga til föstudaga frá kl. 7:30 til kl. 17:00.


Útivera og útbúnaður

Urriðaholtsskóli er staðsettur við dásamlega ósnortna náttúrperlu, Heiðmörk. Skólalóðin er vel hönnuð og búin góðum tækjum fyrir börn. Markmið okkar er að njóta útiveru og tryggja að börnin festi útivist í sessi í sínu daglegu lífi. Fatnaður barna þarf því að vera í samræmi við veðurfar.


Frístund

Í Urriðaholtsskóla verður boðið upp á frístundastarf þegar kennslu lýkur. Í byrjun mun frístundin fara fram á heimsvæði hvers árgangs og mun starfið einkennast af leik, gleði og skapandi starfi. Í sumar verður unnið að undirbúningi fyrir það. Frístundabíll Garðabæjar mun einnig sinna akstri í aðrar frístundir í Garðabæ.


Aðstaðan og hagnýtar upplýsingar

Næsta skólaár munu nemendur á aldrinum 1 til 9 ára samnýta rými leikskólastigsins. Hvert aldursstig mun eiga sitt heimasvæði.

Skólaíþróttir fara fram á skólasvæðinu en sundkennsla fyrir 6 til 9 ára nemendur verður kennd á vorönn á námskeiði. Líkt og kemur fram í Aðalnámskrá verða skólaíþróttir samþættar öðru skólastarfi með það að leiðarljósi að ná fram jákvæðum skólabrag og stuðla að heilsueflandi samfélagi. Þar kemur einnig fram að með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa þjálfun er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar.

Skólalóðin, nærumhverfi og sú aðstaða sem við höfum fyrir hendi uppfyllir þarfir okkar svo hægt sé að ná markmiðum námskrár í skólaíþróttum.

Nemendur fá námsgögn í skólanum. Samvinna í lestrarnámi verður heimavinna barna og foreldra.