Frístundaheimili Urriðaholtsskóla er fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskólans og starfar sjálfstætt að loknu skólastarfi. Leitast er við að hafa fjölbreytt og áhughvetjandi starf í frístundinni og bjóða upp á spennandi verkefni. Lögð er áhersla á að nemendur fari út eftir að skóladegi lýkur og viðri sig í frjálsum leik. Eftir útivist og hressingu velja nemendur valsvæði sem eru fjölbreytt og mismunandi eftir dögum.

Markmið frístundar er: 
Að skapa börnum hlýlegt, öruggt og notalegt umhverfi 
Að börn fái tækifæri til að vera í frjálsum leik með vinum sínum 
Að börn læri að bera virðingu fyrir félögum sínum og sýni hvert öðru kurteisi og tillitsemi 
Að börn gangi vel um þá hluti sem þau hafi aðgang að 
Að börn læri að ganga frá eftir sig, bæði þeim efnivið sem þau hafa verið með og umhverfinu sjálfu

Frístund er opin á starfstíma skólans, þ.e. frá fyrsta degi eftir skólasetningu fram að skólaslitum. Á skóladagatali koma fram allir frídaga og óhefðbundnir skóladagar. Á frídögum, í jólafríi, páskafríi, vetrarfríi og skipulagsdögum skólans stendur þjónusta frístundaheimila til boða frá kl. 08:00-17:00. Foreldrar verða að skrá börn sín sérstaklega þessa daga. Á aðfangadag og gamlársdag er lokað sem og einn starfsdag á haustönn. Mikilvægt er að vistunartími sé virtur enda miðast mönnun útfrá velferð barna við skráningu hverju sinni. Breytingar á vistunartíma eða uppsögn fer fram á Minn Garðabær eða með tölvupósti til umsjónarmanns Frístundar. Tilkynning þarf að berast fyrir 15. hvers mánaðar og tekur breytingin gildi um næstu mánaðarmót.

Gjaldskrá Frístundarheimila Garðabæjar